presentation Eurod

Hver erum við?

Eurodiaconia er evrópskt samstarfsnet kirkna og áhugahópa sem bjóða upp á félags- og heilbrigðisþjónustu og berjast fyrir félagslegu réttlæti.

Í sameiningu komum við fram fyrir þarfir og einstaka reynslu 52 lands- og svæðisbundinna samtaka frá 32 löndum.

Diakonia er gríska fyrir þjónustu og í biblíulegum skilningi þýðir orðið þjónusta við og með fólki sem á þarf að halda.

who_we_are

Stutt saga

Vinna djákna, vinna í kristilegri trú að félagslegu réttlæti og samfélagsþjónusta á sér mjög langa sögu og hefur venjulega verið á vegum kirkjunnar. En á síðastliðnum árum hafa sjálfstæðir eða kirkjutengdir áhugahópar litið dagsins ljós sem starfa með sama hætti.

Árið 1995 samþykktu fjölmörg djáknasamtök í Evrópu að mynda samstarfsnet sem myndi einbeita sér að málum og stefnum Evrópusambandsins og áhrifum þeirra á vinnu djáknasamtaka.

Eurodiaconia var stofnuð og skráð sem áhugahópur í Strasbourg, Frakklandi árið 1997. Árið 2008 var lögaðilinn fluttur og skráður í Belgíu sem Association Internationale Sans But Lucratif (þ.e. alþjóðleg samtök sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni).